SKAPARINN AUGLÝSINGASTOFA

HUGMYND SEM VERÐUR AÐ VERULEIKA ER VERÐMÆTI

UM LÓL

HVER ER MAÐURINN?

HVAÐ GERI ÉG?

Hönnun snýst meira og minna um að koma skilaboðum á hnitmiðaðan hátt til þeirra sem verið er að tala til. Ég hef starfað við grafíska hönnun og auglýsingagerð  í rúmlega þrjátíu ár.  Útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1983 og stundaði síðan framhaldsnám í Ontario College of Art(nú Ontario College of Art and Design)  frá 1984-86. Starfaði lengst af á Íslensku auglýsingastofunni þar sem ég var lengi vel hönnunarstjóri. Frá árinu 1999 hef ég síðan rekið mína eigin auglýsingastofu, Skaparann auglýsingastofu. Sérsvið mitt má segja að sé hönnun vörumerkja og allskyns teiknivinna. Hef hannað ógrynni vörumerkja, auglýsinga og bæklinga. Á síðari árum hef ég starfað með sterkum aðilum á rafræna markaðnum, vef- og margmiðlunarhönnuðum. Ég er vel tengdur á prentmarkaðinum og veiti þjónustu í prentmiðlun og umsjón verka. Síðast en ekki síst kann ég ýmis ráð til að ná betur til viðskiptavina og auka sölu þeirra. Hafðu samband og sjáðu hvort við getum ekki unnið saman.

Persónuleg og lipur þjónusta er það sem hefur ávallt reynst viðskiptavinum Skaparans happadrýgst. Oft er stuttur tími, lítið efni, texti og myndir ekki á lausu og þú þarft að koma einhverjum mikilvægum skilaboðum til þinna viðskiptavina. Þá erum við rétti kosturinn.  Við höfum mikla reynslu, gnótt af góðum hugmyndum og góða  þjónustu. Okkur þykir skemmtilegast að fá að láta hugann reika og koma með skýra og hnitmiðaða hugmynd að auglýsingu, bækling, myndskreytingum, vörumerkjum, fyrirtækjaútliti, ímynd, umbúðum, vefborðum, vef, sýningarbása eða bókahönnun.  Við erum í góðum tengslum við prentiðnaðinn og getum auðveldlega séð um umsjón allskyns prentgripa.  Allt frá litlum verkefnum til stórra.  Aðalatriðið er að þú sem viðskiptavinur finnir þig í viðskiptum við okkur, við náum að uppfylla þínar þarfir og væntingar – og verkefnin sem þú lætur okkur vinna fyrir þig skapi aukna sölu og hagnað fyrir þitt fyrirtæki.

 

ÞEKKINGARSVIÐIN

 

 

 

 

HUGMYNDAVINNA

ERU EKKI SMÁATRIÐI

ÞAU ERU HÖNNUNIN

SMÁATRIÐIN

VÖRUMERKI

AUGLÝSINGAGERÐ

MYNDSKREYTINGAR

LITIR GETA HAFT AFGERANDI ÁHRIF Á HUGMYNDIR

VERKIN

Verkefnin eru fjölbreytt og ná yfir langan tíma.  Enda hef ég starfað sem hönnuður í þrjátíu ár.  Það sem stendur upp úr er að verkefnin mín eru unnin eftir stíl sem ég hef tileinkað mér í áranna rás.  Reynslan hefur kennt mér að einfaldleikinn gefur meira, hann eldist betur og er klassískur.  Stílhrein form, leturgerðir sem passa og litir sem tala saman ná að grípa athyglina.

ENGIN HUGMYND NÆR FLUGI NEMA HÚN SÉ FRAMKVÆMD

ÞJÓNUSTA

RÁÐGJÖF

MARKAÐSMÁL

Í störfum mínum sem grafískur hönnuður hef ég komið auga á það sem virkar og það sem ekki virkar.  Við förum yfir markmiðin, finnum leiðir til að ná þeim og vinnum svo verkefnið þannig að þú náir árangri og seljir meira af vörunni eða þjónustunni.

VÖRUMERKI

Vörumerki (e. logo) er eitt verðmætasta verkfæri fyrirtækisins.  Vörumerkið snýr að ímynd fyrirtækisins, viðskiptavinir leggja að jöfnu góða þjónustu og ákveðin vörumerki.  Það þarf að tengjast starfseminni, vera í réttum litum, réttri stærð og minna viððskiptavininn á þá vöru og þjónustu sem það stendur fyrir.

GRAFÍSK

HÖNNUN

Grafísk hönnun snýst um að myndgera vörur og þjónustu.  Þessi tegund hönnunar þarfnast oft yfirlegu og naflaskoðunar.  Hvað ertu að selja, hvernig selur þú vöruna eða þjónustuna? Hver er markhópurinn, hvar ertu að selja vöruna? Hvar eru viðskiptavinirnir? Hvað kostar hún og hvernig á að nota hana? Þessum spurningum svörum við með grafískir hönnun.

VEFHÖNNUN

Vefhönnun skiptir miklu máli í nútímaviðskiptaumhverfi.  Þar spáum við í leiðarkerfi, liti, útlit og innihald.  Við getum í raun leitt viðskiptavinninn í gegnum ótal hurðir og glugga þar sem við náum honum til að taka ákvörðun.  Auðvitað leggjum við alla áherslu á að hann smelli á "kaupa núna" takkann, aftur og aftur.

SAMBAND

Er að senda skilaboðin....

Upp kom villa, reyndu aftur

Fyrirspurn móttekin

Síðumúli 1, 108 Reykjavík

533 2299

loftur@skaparinn.is